Hetjan Bayindir varði vítaspyrnu í leiknum og vítaspyrnukeppninni.
Hetjan Bayindir varði vítaspyrnu í leiknum og vítaspyrnukeppninni.

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United höfðu betur gegn Arsenal í vítaspyrnukeppni þegar liðin áttust við í stórleik 3. umferðar ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla á Emirates-leikvanginum í Lundúnum í gær. Staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og Man. United vann svo 5:3 í vítaspyrnukeppni.

Fyrirliðinn Bruno Fernandes kom Man. United yfir með glæsilegu skoti snemma í síðari hálfleik. Diogo Dalot fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 61. mínútu og Gabriel jafnaði metin fyrir Arsenal stuttu síðar. Altay Bayindir í marki Man. United varði svo vítaspyrnu Martins Ödegaards á 72. mínútu.

Í vítaspyrnukeppninni skoraði Man. United úr öllum fimm vítaspyrnum sínum á meðan Bayindir varði spyrnu Kai Havertz.

...