Romain Chuffart og Rachael Lorna Johnstone
Ummæli Donald Trump um Grænland og óformleg heimsókn sonar hans Donald Trump yngri hafa vakið upp umræður um fullveldi, landstjórn og alþjóðalög. Í fyrri forsetatíð sinni, árið 2019, ámálgaði Trump hugmynd um að kaupa Grænland. Þessari hugmynd var á þeim tíma vísað á bug sem hverri annarri vitleysu. Grænlensk og dönsk stjórnvöld lýstu því yfir að Grænland væri ekki til sölu og að Grænlendingar réðu eigin framtíð. Trump endurvekur núna málið og gengur skrefinu lengra og gefur til kynna að bandarískt „eignarhald og yfirráð“ yfir Grænlandi sé „alger nauðsyn“. Aðspurður játaði Trump að hann útilokaði ekki beitingu valds til að koma Grænlandi undir yfirráð Bandaríkjanna. Þessar yfirlýsingar, hvort sem þær ber að taka alvarlega eða sem hverri annarri staðleysu, vekja áleitnar spurningar um hlutverk alþjóðalaga, mikilvægi norðurslóða
...