Augljóst er að Dagur B. Eggertsson og stuðningslið hans ætla ekki að sitja undir því þegjandi til lengdar að honum sé ætlað hlutverk áhorfandans í þingflokki Samfylkingarinnar á þessu kjörtímabili.
Eða hlutverk aukaleikarans, eins og Kristrún Frostadóttir orðaði það fyrir kosningar og hefur fylgt eftir af stakri nákvæmni að kosningum loknum.
Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra flokksins, tók til máls á Facebook til stuðnings Degi og sagði:
„Ég hef fréttir að færa!
Dagur B. Eggertsson verður aldrei aukaleikari á hinu pólitíska sviði.
Reynsla hans, þekking og hæfni í stjórnmálum er meiri en svo.“
Ýmsir tóku undir þessi orð á sama vettvangi, svo sem Margrét Frímannsdóttir, sem var formannsígildi flokksins
...