Í heimi þar sem gervigreind gerir sérhæfða þekkingu aðgengilega öllum er mannleg fjölhæfni mikilvægari en nokkru sinni fyrr.
Árni Sigurðsson
„Mannvera á að geta skipt um bleyju, skipulagt innrás, slátrað svíni, stýrt skipi, hannað hús, skrifað ljóð, stemmt bókhald, hlaðið vegg, skorðað beinbrot, líknað deyjandi, tekið við skipun, gefið skipanir, starfað með öðrum, unnið einsamall, leyst jöfnur, greint ný vandamál, mokað mykju, forritað tölvu, eldað sælkeramáltíð, barist af hugdirfsku og dáið hetjudauða. Sérhæfing er fyrir skordýr.“
Þessi ögrandi tilvitnun í bandaríska vísindaskáldsagnahöfundinn Robert Heinlein vekur okkur til umhugsunar um hvað það þýðir að vera manneskja í nútímasamfélagi. Í heimi þar sem gervigreind gerir sérhæfða þekkingu aðgengilega nánast öllum er kominn tími til að endurskoða áhersluna á sérhæfingu og faðma fjölhæfnina.
Breytt framtíð
Áður fyrr var
...