Á annan tug utankjörfundaratkvæða sem komið var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir alþingiskosningar 30. nóvember var ekki skilað inn til talningar og voru þ.a.l. ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu
Utankjörfundaratkvæði Mögulegt er að utankjörfundaratkvæði, sem ekki bárust kjörstjórn í Suðvesturkjördæmi, hefðu getað haft áhrif á úrslitin.
Utankjörfundaratkvæði Mögulegt er að utankjörfundaratkvæði, sem ekki bárust kjörstjórn í Suðvesturkjördæmi, hefðu getað haft áhrif á úrslitin. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Á annan tug utankjörfundaratkvæða sem komið var á bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar daginn fyrir alþingiskosningar 30. nóvember var ekki skilað inn til talningar og voru þ.a.l. ekki talin með öðrum atkvæðum sem greidd voru í kjördæminu. Eins og fram hefur komið mátti litlu muna að hringekja í úthlutun uppbótarþingsæta færi af stað vegna þess hve litlu munaði á fylgi einstakra flokka í kjördæminu. Hin ótöldu atkvæði, ef talin hefðu verið, hefðu getað haft áhrif á hverjum hefði hlotnast síðasta

...