Egill Þór Jónsson fæddist 26. júní 1990. Hann lést 20. desember 2024.
Útför fór fram 8. janúar 2025.
Í dag kvöddum við einn af okkar allra bestu, einn af mínum allra bestu vinum og eina einstökustu manneskju sem ég hef hitt á minni lífsleið.
Hann kvaddi þennan heim þann 20. desember, en við fengum að kveðja hann í fallegri athöfn á fallegum degi 8. janúar.
Egill kom inn í líf mitt fyrir rétt rúmum tíu árum og hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að fylgjast með honum ná árangri í lífinu og fengið að dást að því.
Í hvert skipti sem ég hitti hann, hvaða aðstæður sem það voru, fylltist herbergið af gleði, kátínu, smá fíflaskap en helst af öllu öryggi. Það gátu allir verið þeir sjálfir í kringum
...