Birnir Vagn Finnsson úr UFA varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöll í gær. Birnir fékk 4.343 stig er hann vann í fimm greinum af sjö. Birnir hljóp á 7,30 sekúndum í 60 metra hlaupi, 3:44,78 mínútum …
Meistaramót Birnir Vagn Finnsson fagnar sigrinum í sjöþraut í Laugardalshöll í gær. Ísak Óli Traustason úr UMSS gerði sér annað sætið að góðu.
Meistaramót Birnir Vagn Finnsson fagnar sigrinum í sjöþraut í Laugardalshöll í gær. Ísak Óli Traustason úr UMSS gerði sér annað sætið að góðu. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal

Birnir Vagn Finnsson úr UFA varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöll í gær. Birnir fékk 4.343 stig er hann vann í fimm greinum af sjö. Birnir hljóp á 7,30 sekúndum í 60 metra hlaupi, 3:44,78 mínútum í 1.000 metra hlaupi og 9 sekúndum í 60 metra grindahlaupi, stökk 1,88 metra í hástökki, 6,68 metra í langstökki og 3,80 metra í stangarstökki og kastaði kúlunni 10,71 metra í kúluvarpi.

Fjóla Signý Hannesdóttir frá Selfossi varð á laugardag Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna á mótinu. Fjóla fékk samtals 2.740 stig þegar hún hljóp á 9,93 sekúndum í 60 metra grindahlaupi, stökk 1,48 metra í hástökki, kastaði kúlunni 9,18 metra í kúluvarpi, stökk 4,62 metra í langstökki og hljóp á 2:48,30 mínútum í 800 metra hlaupi.

Ísold Sævarsdóttir úr FH sigraði í fimmtarþraut 18-19 ára stúlkna á laugardag er hún hlaut 3.787 stig.