Ríkisstjórn Íslands ætti að bregðast við þessum yfirlýsingum sem skipta ekki eingöngu öryggis- og varnarmál Danmerkur og Evrópu máli, heldur snerta okkar hagsmuni beint.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Það eru aðeins um 290 kílómetrar á milli Íslands og Grænlands þar sem styst er á milli. Grænlendingar eru næstu nágrannar okkar og saga og hefur menning ríkjanna beggja, þótt ólík séu, að mörgu leyti fylgst að um aldir. Það skiptir því okkur Íslendinga miklu máli þegar verðandi Bandaríkjaforseti og þar með leiðtogi öflugasta hernaðarveldis heims lýsir því yfir að hann útiloki ekki beitingu hervalds til að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Fjölmiðlar og fræðimenn en ekki síst stjórnvöld ættu að taka slíkar yfirlýsingar alvarlega en ekki fylgjast með sem áhorfendur. Við þurfum að meta áhrif yfirlýsinga af þessum toga á nágranna okkar og nánustu bandalagsríki, en ekki síst á okkar eigin hagsmuni.

Ríkisstjórn Íslands ætti að bregðast við þessum yfirlýsingum sem skipta ekki eingöngu öryggis- og varnarmál Danmerkur og Evrópu máli,

...