Gítarleikarinn og tónskáldið Mikael Máni heldur tónleika með hljómsveit sinni í Mengi miðvikudaginn 15. janúar kl. 20. „Þau munu mestmegnis leika nýtt efni eftir hann og í framhaldinu taka upp plötu, sem ber vinnuheitið Half Sun, í Sundlauginni. Bandið tók síðast upp plötuna Innermost sem kom út 2023 og var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum,“ segir í tilkynningu. Þar er nýju tónlistinni lýst sem lýrískri og sögð minna á kvikmyndatónlist á köflum. Með Mikael Mána koma fram Henrik Linder á rafbassa, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Tómas Jónsson á hljómborð og Lilja María Ásmundsdóttir á metallófón og píanó. Miðar eru seldir við innganginn.