Heilsumarkþjálfinn Erla Guðmundsdóttir segir að síðustu ár hafi fækkað í hópi þeirra Íslendinga sem strengja sér áramótaheit. Þá benda erlendar rannsóknir einnig til þess að strengd áramótaheit víða um heim eigi sér ekki langa lífdaga, heldur renni þau gjarnan út í sandinn á fyrstu tveimur vikum nýs árs, sér í lagi annan föstudag á nýju ári.
„Ég held að okkur hætti til að setja okkur óraunhæf markmið,“ segir Erla um orsökina og telur mikilvægt að heitstrengingar í tengslum við heilsu séu gerðar í smáum skrefum.
„Það er svo mikilvægt að brjóta stóra markmiðið niður í mörg smærri markmið og njóta ferðalagsins.“
Að mati Erlu eru dagar áramótaheita ekki endilega taldir þrátt fyrir að margt bendi til úthaldsleysis. Lífsstílsbreytingu má gera hvaða tíma árs sem er.