Niðurstaða útboðs vegna rekstrar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hefur verið kærð og ríkir því óvissa um það hvaða félag muni annast reksturinn. Hinn 16. september 2024 auglýsti Vegagerðin útboðið „Rekstur Breiðafjarðarferju 2025-2028“
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Niðurstaða útboðs vegna rekstrar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs hefur verið kærð og ríkir því óvissa um það hvaða félag muni annast reksturinn.
Hinn 16. september 2024 auglýsti Vegagerðin útboðið „Rekstur Breiðafjarðarferju 2025-2028“. Þrjú tilboð bárust og voru þau opnuð 3. desember 2024.
Tilboð Ferjuleiða ehf. var lægst og tilkynnti Vegagerðin þann 20. desember 2024 að tilboð félagsins hefði verið valið.
Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar hefur ekki verið unnt að ganga til samninga um tilboðið þar sem kæra barst innan lögboðins biðtíma um val á tilboði. Gerð samnings sé því ekki heimil þar til kærunefnd útboðsmála hefur leyst úr kærunni skv. 1
...