Bryndís Guðmundsdóttir
Sunnudaginn 5. janúar síðastliðinn birtist viðtal á mbl.is við móður fjögurra ára drengs með einhverfu. Málið snýr að takmörkuðu aðgengi hans að talþjálfun hjá talmeinafræðingi, en sonur hennar hefur verið á biðlista eftir talþjálfun í tvö og hálft ár. Vegna þess samkomulags sem ríki og sveitarfélög hafa sín á milli og þeirra skilyrða sem Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) setja fyrir greiðsluþátttöku vegna talþjálfunar, þá fellur það í hlut SÍ að bera kostnað á þjónustunni við drenginn þar sem vandi hans fellur undir þeirra ábyrgð. Talmeinaþjónusta sveitarfélaganna snýr einna helst að greiningum, ráðgjöf og talþjálfun leik- og grunnskólabarna með væg frávik í tal- og málþroska.
Móðir drengsins nefnir í viðtalinu að vegna einhverfu sonar síns eigi hann erfitt með að sækja þjónustu utan skólans, m.a. talþjálfun, og óskar
...