Stéttarfélagið Efling veittist um helgina að löglegri starfsemi í Kringlunni og truflaði þar jafnt gesti verslunarmiðstöðvarinnar sem fyrirtæki sem þar starfa, einkum þó einn tiltekinn veitingastað. Formaður Eflingar talaði í gjallarhorn svo glumdi í og olli miklu ónæði, sem var auðvitað ætlunin. Til viðbótar stóð nokkur hópur fólks frá Eflingu í kringum formanninn með skilti og jók þannig á truflunina.
Efling virðist eiga eitthvað sökótt við SVEIT, samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, og stéttarfélagið Virðingu sem er stéttarfélag fyrir launþega hjá veitinga- og gistihúsaeigendum. Heldur Efling því fram að Virðing sé „gervistéttarfélag“, stofnað af fyrirtækjum í greininni. Þessu hafnar stjórn Virðingar alfarið og bendir á í yfirlýsingu að félagsmenn þess hafi haft til þess „frelsi að mega stofna sitt eigið stéttarfélag“. Eflingu komi þetta ekki við og hafi
...