Fyrstu störf Eyjólfs G. Guðmundssonar hjá Pósti og síma fyrir um 51 ári fólust í að flokka bréf í pósthólf fyrirtækja og einstaklinga í Pósthúsinu í Pósthússtræti, en hann hefur lagt mikið af mörkum í þróun tæknimála Póstsins
Pósturinn Boðið var upp á köku í tilefni 50 ára starfsafmælis Eyjólfs.
Pósturinn Boðið var upp á köku í tilefni 50 ára starfsafmælis Eyjólfs.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Fyrstu störf Eyjólfs G. Guðmundssonar hjá Pósti og síma fyrir um 51 ári fólust í að flokka bréf í pósthólf fyrirtækja og einstaklinga í Pósthúsinu í Pósthússtræti, en hann hefur lagt mikið af mörkum í þróun tæknimála Póstsins. „Langskemmtilegast hefur verið að taka þátt í nýjungum, þróa nýja þjónustu.“

Hjónin Eyjólfur og Nanna Katrín Guðmundsdóttir eiga tvær dætur og tvö barnabörn. Hann var áður í tónlistarnámi og kenndi um tíma á klassískan gítar í Tónskóla Sigurjóns D. Kristinssonar, var í bílskúrsböndum og byrjaði aftur að spila um fimmtugt, m.a. í hljómsveitunum Suðursveit og Nátttröllum. „Það tók sig upp gamalt bros,“ segir hann og boðar frekari útgáfu.

Tilviljun

...