Karen Miller, afkomandi eins af fórnarlömbum „Kobba kviðristu“ (e. Jack the Ripper), hefur krafist þess að ný opinber rannsókn verði gerð á raðmorðingjanum. Að minnsta kosti fimm morð sem framin voru í Whitechapel-hverfi Lundúnaborgar…
Karen Miller, afkomandi eins af fórnarlömbum „Kobba kviðristu“ (e. Jack the Ripper), hefur krafist þess að ný opinber rannsókn verði gerð á raðmorðingjanum. Að minnsta kosti fimm morð sem framin voru í Whitechapel-hverfi Lundúnaborgar árið 1888 hafa verið rakin til raðmorðingjans en aldrei hefur verið upplýst hver var að verki.
Miller er afkomandi fjórða fórnarlambsins, Catherine Eddowes, en nýleg og umdeild DNA-rannsókn tengdi sjal í eigu Eddowes við pólskan rakara, Aaron Kosminski. Sagði Miller í samtali við Daily Mail að fórnarlömb Kobba kviðristu ættu skilið að fá réttlæti. Óvíst er hvort af nýrri rannsókn verður, þar sem ríkissaksóknari Englands og Wales þarf að samþykkja hana fyrst.