Hagur samfélagsins: Vel staðsettar virkjanir á Vestfjörðum skipta afhendingaröryggi, samfélagið og þjóðarhag afar miklu máli.
Elías Jónatansson
Elías Jónatansson

Elías Jónatansson

Virkjun vatnsafls og jarðhita á Íslandi hefur skilað Íslandi óumdeildu forskoti í orkuskiptum yfir í græna orkugjafa. Þörf er á nýjum virkjunum til að viðhalda því forskoti. Það er jafnframt sjálfsögð og eðlileg áhættustýring að dreifa orkuöfluninni um landið. Staðsetning virkjana getur haft afgerandi áhrif á afhendingaröryggi raforku og dregið verulega úr kostnaði samfélagsins vegna ófyrirséðra truflana (rafmagnsleysis). Skoðum nú nokkrar staðreyndir um kostnað af straumleysi.

Mat á kostnaði vegna rekstrartruflana – START

START – starfshópur um rekstrartruflanir er samstarfsvettvangur HS veitna, Landsnets, Norðurorku, Orkubús Vestfjarða, Orkustofnunar, RARIK og Veitna um skráningu upplýsinga um rekstrartruflanir í raforkukerfinu og úrvinnslu þeirra. Hópurinn gefur út skýrslur

...