Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Slökkvilið og embættismenn í Los Angeles og nágrenni vöruðu við því í gær að von væri á miklum vindhviðum næstu daga, sem gætu aftur glætt í gróðureldunum sem leikið hafa úthverfi borgarinnar grátt.
Vika er nú liðin frá því að fyrsti gróðureldurinn, kenndur við Pacific Palisades-hverfið, blossaði upp. Slökkviliðsmenn glíma nú við þrjá aðskilda gróðurelda, þá sömu þrjá og blossuðu fyrst upp fyrir viku.
Palisades-eldurinn hefur nú lagt undir sig rúmlega 9.300 hektara lands. Hefur slökkvilið náð stjórn á 13% af ytri jaðri eldsins. Eaton-eldurinn, sem geisað hefur við borgirnar Pasadena og Altadena skammt norður af Los Angeles, hefur nú lagt undir sig um 5.700 hektara lands, og hefur slökkvilið náð 27% stjórn á eldinum. Þá hefur
...