Knattspyrnumaðurinn Eyþór Aron Wöhler er genginn til liðs við 1. deildar lið Fylks frá KR og hefur samið við Árbæjarfélagið til tveggja ára. Eyþór kom til KR frá Breiðabliki rétt eftir að síðasta tímabil hófst en náði ekki að festa sig í sessi í Vesturbænum

Knattspyrnumaðurinn Eyþór Aron Wöhler er genginn til liðs við 1. deildar lið Fylks frá KR og hefur samið við Árbæjarfélagið til tveggja ára. Eyþór kom til KR frá Breiðabliki rétt eftir að síðasta tímabil hófst en náði ekki að festa sig í sessi í Vesturbænum. Hann hefur skorað 15 mörk í 76 leikjum í efstu deild með KR, Breiðabliki, HK og ÍA en hóf ferilinn með Aftureldingu.

Ekkert verður af því að Áki Samuelsen, leikmaður HB frá Þórshöfn og færeyska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, gangi til liðs við Víking í Reykjavík. Færeyski netmiðillinn In.fo greindi frá því að Áki hefði í staðinn samþykkt tilboð frá norska B-deildarfélaginu Ranheim. Kaupverðið er tæpar 10 milljónir íslenskra króna.

Tómas Johannessen, leikmaður með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu, varð markahæsti leikmaðurinn

...