Íslenska liðið er á leið á sitt 23. heimsmeistaramót og eru væntingarnar til liðsins ekki þær sömu og á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Póllandi og Svíþjóð árið 2023. Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við þjálfun liðsins en Guðmundur…
Ísland á HM
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Íslenska liðið er á leið á sitt 23. heimsmeistaramót og eru væntingarnar til liðsins ekki þær sömu og á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Póllandi og Svíþjóð árið 2023.
Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við þjálfun liðsins en Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liðinu á síðasta móti sem reyndist hans síðasta stórmót með liðið.
Miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir HM 2023 en kjarninn í leikmannahópnum í ár er nánast sá sami og á síðustu stórmótum.
Arnar Freyr Arnarsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason, Óðinn
...