Spurt var um orð sem heyrst hafði notað um stjórnmálamann sem hættir til að verða hvefsinn, viðskotaillur við spurningum sem honum líkar ekki: snakillur. Forliðurinn snak- tengist sögninni að snaka: ýta við, stjaka við, segir Orðsifjabók

Spurt var um orð sem heyrst hafði notað um stjórnmálamann sem hættir til að verða hvefsinn, viðskotaillur við spurningum sem honum líkar ekki: snakillur. Forliðurinn snak- tengist sögninni að snaka: ýta við, stjaka við, segir Orðsifjabók. „Birnir verða snakillir séu þeir vaktir af vetrarsvefni.“ Og þannig fer fleirum.