Norska handknattleiksfélagið Vipers Kristiansand, eitt fremsta kvennalið heims um langt árabil, er gjaldþrota. Félagið hefur þegar hætt starfsemi og lýkur keppni á toppi norsku úrvalsdeildarinnar, þar sem það hafði unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum á tímabilinu.

Þá var liðið í fimmta sæti af átta í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir níu umferðir af fjórtán.

Vipers Kristiansand hefur staðið frammi fyrir mikilli óvissu á yfirstandandi tímabili. Peter Gitmark, þáverandi stjórnarformaður félagsins, tilkynnti í október að Vipers þyrfti að safna 25 milljónum norskra króna, 332 milljónum íslenskra króna, innan þriggja daga til þess að forðast gjaldþrot.

Gjaldþrot virtist ætla að verða niðurstaðan þá en fjárfestar komu til skjalanna

...