Sambíóin Kringlunni og Smárabíó Babygirl ★★★★· Leikstjóri og handritshöfundur: Halina Reijn. Aðalleikarar: Nicole Kidman, Harris Dickinson, Antonio Banderas og Sophie Wilde. Bandaríkin, 2024. 115 mín.
Stjórnun Harris Dickinson og Nicole Kidman í hlutverkum Samuels og Romy í kvikmyndinni Babygirl.
Stjórnun Harris Dickinson og Nicole Kidman í hlutverkum Samuels og Romy í kvikmyndinni Babygirl.

kvikmyndir

Helgi Snær

Sigurðsson

Kvikmyndin Babygirl eða Stúlkubarn segir af Romy (Nicole Kidman), miðaldra forstýru fyrirtækis sem framleiðir þjarka og er staðsett á besta stað í New York. Romy er valdamikil, líkt og sést strax í byrjun myndar af samskiptum hennar við ýmsa undirmenn sína, m.a. lærlinginn Samuel (Harris Dickinson) sem er um 30 árum yngri en hún. Romy er gift farsælum leikstjóra, Jacob (Antonio Banderas), sem virðist sáttur í eigin skinni, ólíkt eiginkonunni.

Strax í byrjun myndar koma í ljós brestir í hjónabandinu þegar Romy laumast, að nýloknum kynmökum þeirra hjóna, inn í annað herbergi og fer að horfa á klám og fróa sér. Jacob sefur vært á meðan. Klámið sem Romy horfir á einkennist af drottnun, að því er virðist

...