Heimsmeistaramót karla í handknattleik hefst síðdegis í dag og fara fyrstu leikirnir fram í Herning í Danmörku og Porec í Króatíu.
B-riðill keppninnar er leikinn í Herning og þar eru Danir, heimsmeistarar á þremur síðustu mótum, að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Þeir byrja á leik gegn Alsír í kvöld klukkan 19.30 en á undan mætast hin tvö liðin í riðlinum, Ítalía og Túnis.
Það er sögulegur leikur fyrir Ítali sem hafa aðeins einu sinni áður komist í lokakeppni HM, í Kumamoto í Japan 1997.
Ljóst er að allt annað en mjög öruggur sigur Dana í B-riðli myndi teljast vera stórslys af hálfu heimsmeistaranna.
C-riðillinn er leikinn í Porec og þar eru Frakkar afar sigurstranglegir en
...