Þjálfarinn
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson er fullur tilhlökkunar en hann er á leið á sitt annað stórmót sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik. Þetta er í 23. sinn sem Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu í handbolta og sjöunda skiptið í röð sem Ísland er á meðal þátttökuþjóða en liðinu mistókst að tryggja sér sæti á mótinu árið 2009 sem fram fór í Króatíu.
Ísland leikur í G-riðli keppninnar ásamt Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu en mótið fer einnig fram í Danmörku og Noregi. Efstu þrjú lið riðilsins tryggja sér sæti í milliriðli fjögur sem verður einnig leikinn í Zagreb. Takist Íslandi að komast áfram í milliriðla verða næstu mótherjar liðsins úr H-riðli þar sem Egyptaland, Króatía, Argentína og
...