Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við skyndibitakeðjuna Subway, skrifaði grein á vefmiðilinn Vísi á dögunum þar sem hann gagnrýndi Isavia, sem annast rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar, harðlega fyrir bruðl með almannafé, en fyrirtækið frumsýndi nýja auglýsingu á undan áramótaskaupinu
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Skúli Gunnar Sigfússon, oftast kenndur við skyndibitakeðjuna Subway, skrifaði grein á vefmiðilinn Vísi á dögunum þar sem hann gagnrýndi Isavia, sem annast rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar, harðlega fyrir bruðl með almannafé, en fyrirtækið frumsýndi nýja auglýsingu á undan áramótaskaupinu. Auglýsingatíminn er jafnan talinn dýrasti auglýsingatími ársins í sjónvarpi.
Auglýsingin var löng og segir Skúli í greininni að hún sé ein sú lengsta sem hann hafi nokkurn tímann séð í sjónvarpi á Íslandi, eða hátt í tvær mínútur að lengd.
Fullyrðir Skúli í grein sinni að þessi eina birting auglýsingarinnar hafi kostað rétt rúmar þrjár milljónir króna. Þá segir hann að framleiðslan hafi líklega kostað annað
...