30 ára Bjarki er Húsvíkingur en býr í 101 Reykjavík. Hann er með meistaragráðu í klínískri næringarfræði frá HÍ og er næringarfræðingur á Landspítalanum. Áhugamálin eru ljósmyndun og íþróttir. Hann spilaði fótbolta með Völsungi og Þór Akureyri en núna stundar hann lyftingar.


Fjölskylda Maki Bjarka er Ástrós Bjarkadóttir, f. 1996, með BS-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði og er í meistaranámi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Börn þeirra eru Bríet Metta, f. 2021, og Birnir Blær, f. 2024. Foreldrar Bjarka eru hjónin Jónas Hallgrímsson, f. 1961, á skotveiðifyrirtækið Hlað, og Jóna Óskarsdóttir, f. 1962, starfsmaður Grunnskólans á Húsavík. Þau eru búsett á Húsavík.