Enn einu sinni er karlalandsliðið í handbolta gleðigjafi og helsta umræðuefni janúarmánaðar hjá íslensku þjóðinni. Í 25. skipti af 26 mögulegum frá aldamótum er liðið mætt til leiks á HM eða EM og á 28
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Enn einu sinni er karlalandsliðið í handbolta gleðigjafi og helsta umræðuefni janúarmánaðar hjá íslensku þjóðinni.
Í 25. skipti af 26 mögulegum frá aldamótum er liðið mætt til leiks á HM eða EM og á 28. stórmótið á 21. öldinni þegar Ólympíuleikarnir eru taldir með.
Þrettán sinnum á þessum 28 mótum sem eru að baki hefur liðið endað í tíunda sæti eða ofar.
En nú eru liðin fimmtán ár síðan liðið komst á verðlaunapallinn á EM í Austurríki og alla tíð síðan hefur draumurinn um fleiri verðlaun lifað.
Það er í lagi að láta sig dreyma en samt ráðlegt að vera með fæturna á jörðinni. Í dag yrði það virkilega góður árangur að komast í átta liða
...