Jack Smith, sérstakur saksóknari í málum Trumps Bandaríkjaforseta, segir að sönnunargögn sín hefðu nægt til þess að tryggja sakfellingu gegn Trump fyrir tilraun til kosningasvika. Svo segir í skýrslu Smiths um mál hans á hendur Trump vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021, sem kom út í fyrrinótt. Segir í skýrslunni að eina ástæða þess að hætt hafi verið verið málaferlin sé sú að óheimilt er að sækja sitjandi forseta til saka, en Trump tekur á ný við embættinu eftir tæpa viku.