“Bransinn er mjög dýnamískur og áþreifanlegur, sem á vel við mig.
Ólafur Karl Sigurðarson á verkstæðinu ásamt Róbert Gíslasyni, fjármála- og rekstrarstjóra fyrirtækisins.
Ólafur Karl Sigurðarson á verkstæðinu ásamt Róbert Gíslasyni, fjármála- og rekstrarstjóra fyrirtækisins. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Tekjur KAPP fyrir árið 2023 voru um tveir milljarðar króna. Tekjurnar jukust áfram á síðasta ári, 2024, eins og Ólafur Karl Sigurðarson nýráðinn aðstoðarforstjóri útskýrir fyrir blaðamanni ViðskiptaMoggans. „Það hefur verið góður vöxtur á milli ára og við sjáum fram á áframhaldandi vöxt hjá samstæðunni, bæði í rekstri KAPP ehf. en líka hjá KAPP Skaganum og Kami Tech, fyrirtækjunum sem við erum nýbúin að kaupa. Við erum með metnaðarfull vaxtarmarkmið fyrir næstu 2-3 árin.“

Eftir komu Ólafs til félagsins hafa margir velt fyrir sér hvort stærsti eigandi fyrirtækisins, Freyr Friðriksson, hafi dregið sig í hlé, en svo er ekki. „Freyr er alls ekki hættur, síður en svo,“ segir Ólafur og brosir. „Freyr er forstjóri félagsins en ég kem inn sem aðstoðarforstjóri til þess að aðstoða við rekstur á stækkandi félagi. Með vaxandi fyrirtæki ákvað Freyr að fá inn nýjan aðila sem hann

...