Við upptökur á plötunni Fermented Friendship í Norðurljósum Hörpu vorið 2023 ríkti góður andi en öll ljós voru slökkt að undanskildum ljóstírum gamalla lampa á miðju gólfinu. Rökkrið umlukti Magnús Jóhann Ragnarsson og Óskar Guðjónsson og fangaði vel anda tónlistarinnar
Samstilltir Magnús Jóhann Ragnarsson og Óskar Guðjónsson gera ráð fyrir að vinna meira saman í framtíðinni.
Samstilltir Magnús Jóhann Ragnarsson og Óskar Guðjónsson gera ráð fyrir að vinna meira saman í framtíðinni. — Morgunblaðið/Karítas

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

Við upptökur á plötunni Fermented Friendship í Norðurljósum Hörpu vorið 2023 ríkti góður andi en öll ljós voru slökkt að undanskildum ljóstírum gamalla lampa á miðju gólfinu. Rökkrið umlukti Magnús Jóhann Ragnarsson og Óskar Guðjónsson og fangaði vel anda tónlistarinnar. Þessi sami andi mun svífa yfir vötnum í Norðurljósum á útgáfutónleikum plötunnar á föstudaginn en Magnús og Óskar verða staðsettir á miðju gólfi salarins umkringdir lömpum í rökkrinu, þannig að gestum gefst einstakt tækifæri til að upplifa plötuna nákvæmlega eins og hún hljómaði þegar hún var hljóðrituð. Fermented Friendship verður flutt í heild sinni auk nokkurra annarra vel valinna verka.

„Við verðum á sama stað í salnum og þegar við tókum plötuna upp og nándin verður

...