Eins og oft er raunin með fólk sem öðlast heimsfrægð er ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Harari ekki öllum að skapi, og hafa langar greinar verið skrifaðar um að bækur hans séu fullar af rangfærslum. Einn gagnrýnandinn gekk svo langt að saka metsöluhöfundinn um vísinda-lýðskrum og átti þar við að Harari væri gjarn á að einfalda flókna hluti um of, og vera úr hófi dramatískur í staðhæfingum sínum.
Kannski var Harari að bregðast við þessari gagnrýni með nýjustu bók sinni, Nexus, þar sem hann fjallar um hve erfitt það er fyrir sannleikann að fljóta upp á yfirborðið. Útgangspunktur bókarinnar er hvers konar hættur gervigreindarbyltingin gæti haft í för með sér, og líka hvernig samfélagið hefur núna lent í hálfgerðum ógöngum vegna endalauss upplýsingaflæðis þar sem algrími stýra því hvað við sjáum og jafnvel hvernig við hugsum.
Harari minnir á
...