Nýjar leikreglur og auðlindagjöld. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Viðreisnar.
Nýjar leikreglur og auðlindagjöld. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra Viðreisnar. — Morgunblaðið/Karítas

Hafsteinn Hauksson aðalhagfræðingur Kviku segir í samtali við ViðskiptaMoggann að hann meti það svo að óvissan í ríkisfjármálum sé ekki endilega meiri en venjulega. Hann telur óvíst hvort staðan í ríkisfjármálum komi til álita við vaxtaákvörðun; verðbólguhorfur og verðbólguvæntingar muni vega þyngra.

Fyrir liggur langtímaáætlun í ríkisfjármálum sem geri nýrri ríkisstjórn erfiðara fyrir að víkja af braut og eykur fyrirsjáanleika til skamms tíma. Þá tali ríkisstjórnin einnig fyrir ábyrgð í ríkisrekstri.

„Þótt þetta séu góð stefnumið hjá ríkisstjórninni, þá sýna dæmin að kálið er auðvitað ekki sopið þótt í ausuna sé komið og við eigum enn eftir að sjá hvort nýrri ríkisstjórn tekst að standa við gefin loforð um ábyrgð í ríkisrekstrinum,“ segir Hafsteinn og bætir við að það sé ekki síst vegna þess að í stjórnarsáttmálanum birtist

...