Mistökin þurfa að verða til þess að vinnuferlið verði bætt. Búum til sérstakan hagsmunagæsluaðila almennings.
Hjörleifur Stefánsson
Hjörleifur Stefánsson

Hjörleifur Stefánsson

Skipulagsmistökin við Álfabakka eru auðvitað grafalvarleg og nauðsynlegt að af þeim hljótist endurskoðun á vinnuaðferðum við skipulag borgarinnar.

Skipulagsslys af svipuðum toga hafa oft átt sér stað á undanförnum áratugum. Andstæð öfl í borgarstjórn hafa þá tekist á um stundarsakir og svo hjaðna átökin og athyglin beinist að næsta máli án þess að vinnuferlum hafi verið breytt.

Í Álfabakkamálinu eru hins vegar allir sammála; það eru ekki bara pólitískir andstæðingar þeirra sem bera ábyrgð á skipulagsmálunum sem gagnrýna, heldur gangast embættismenn og borgarstjórn við mistökunum. Líklega er þetta í fyrsta sinn sem það gerist.

Umræðan um Álfabakkamálið hefur beint athyglinni að því að fjárhagsleg öfl í samfélaginu vega svo þungt

...