He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tortryggja áhuga kínverskra stjórnvalda á auknu samstarfi við Íslendinga. Tilefnið er að Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í…
Viðtal
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
He Rulong, sendiherra Kína á Íslandi, segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tortryggja áhuga kínverskra stjórnvalda á auknu samstarfi við Íslendinga.
Tilefnið er að Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið síðasta laugardag að Íslendingar þyrftu að gæta varúðar í samskiptum sínum við Kína. Við það tilefni sagði Patman orðrétt:
„Ráðamenn í Kína vilja að Kína verði hið ráðandi heimsveldi. Vilja hafa stærsta her heimsins. Og allur tæknibúnaður sem Kínverjar setja upp felur í sér möguleikann á söfnun gagna. Það eru jafnvel lög í Kína sem mæla fyrir um að stjórnvöld geti beðið Huawei, eða hvaða annað fyrirtæki sem
...