Það er dapurlegt að horfa upp á þau vandræði sem borgaryfirvöld hafa komið sér í varðandi nokkur skipulagsmál í borginni.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Það er dapurlegt að horfa upp á þau vandræði sem borgaryfirvöld hafa komið sér í varðandi nokkur skipulagsmál í borginni.

Álfabakkinn

Vandræðagangurinn, mistökin og klúðrið vegna risastórrar iðnaðarskemmu við Álfabakka er með þeim hætti að erfitt er að átta sig á hvernig svona getur gerst í stjórnsýslu borgarinnar og hjá kjörnum fulltrúum. Erfitt er að líka að sjá fyrir sér hvaða lausnir eru í sjónmáli gagnvart íbúum, byggingaraðila og rekstraraðilum. Alveg sama hvaða lausn næst fram mun hún eflaust hafa í för með sér gríðarleg fjárútlát fyrir borgarsjóð.

Grafarvogurinn

Nýlega framkomnar hugmyndir borgarstjóra um þéttingu byggðar í Grafarvogi hafa vakið hörð viðbrögð íbúa í þessu gamalgróna og góða hverfi og telja

...