Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Nottingham Forest, 1:1, í toppslag liðanna á City Ground í Nottingham í gærkvöld. Framganga Forest í vetur hefur verið gríðarlega óvænt og…
Jöfnunarmarkið Diogo Jota skallar boltann í mark Nottingham Forest og jafnar án þess að Matz Sels markvörður fái nokkuð að gert.
Jöfnunarmarkið Diogo Jota skallar boltann í mark Nottingham Forest og jafnar án þess að Matz Sels markvörður fái nokkuð að gert. — AFP/Paul Ellis

Liverpool er áfram með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir jafntefli gegn Nottingham Forest, 1:1, í toppslag liðanna á City Ground í Nottingham í gærkvöld.

Framganga Forest í vetur hefur verið gríðarlega óvænt og liðið er það eina sem hefur sigrað Liverpool á tímabilinu. Chris Wood hefur verið liðinu ákaflega dýrmætur og hann kom Forest yfir strax á 7. mínútu með sínu 13. marki í deildinni.

Liverpool sótti linnulítið í síðari hálfleik og náði að jafna á 66. mínútu. Diogo Jota og Kostas Tsimikas komu þá inn á sem varamenn, Tsimikas fór beint og tók hornspyrnu, sendi boltann á Jota sem skoraði með skalla, 1:1. Matz Sels átti stórleik í marki Forest og kom í veg fyrir að Liverpool hirti öll þrjú stigin.

Forest er þá í öðru sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Arsenal

...