” Til þess að markmiði um hallalausan ríkisrekstur verði náð er mikilvægt að saman fari markvissar aðgerðir sem auka hagkvæmni í rekstri ríkisins og efling verðmætasköpunar í atvinnulífinu.
Efnahagsmál
Ingólfur Bender
Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur sett sér metnaðarfull markmið um að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Með áherslu á að ná stjórn á fjármálum ríkisins með hagræðingu og endurbótum á opinberri stjórnsýslu er markmiðið að skapa skilyrði fyrir lækkandi verðbólgu og vaxtastig og aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu.
Verðbólga hefur á undanförnu ári lækkað verulega, úr rúmlega 10% í upphafi árs 2023 niður í 4,8%. Þessi hjöðnun, ásamt lækkandi verðbólguvæntingum, hefur leitt til þess að Seðlabanki Íslands hefur frá því í október á síðasta ári lækkað stýrivexti úr 9,25% í 8,5%. Með lækkun verðbólgu og vaxta léttir á fjármagnskostnaði heimila og fyrirtækja og
...