Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið í fyrstu leikjum Íslands á HM í handbolta í fjarveru Arons Pálmarssonar sem er meiddur. Elliði, sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi, var í fyrsta skipti með bandið í vináttuleikjunum við Svíþjóð í undirbúningi fyrir HM
Fyrirliði Elliði Snær Viðarsson verður stoltur fyrirliði Íslands á heimsmeistaramótinu sem hófst í gær.
Fyrirliði Elliði Snær Viðarsson verður stoltur fyrirliði Íslands á heimsmeistaramótinu sem hófst í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Í Zagreb

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson verður með fyrirliðabandið í fyrstu leikjum Íslands á HM í handbolta í fjarveru Arons Pálmarssonar sem er meiddur. Elliði, sem leikur með Gummersbach í Þýskalandi, var í fyrsta skipti með bandið í vináttuleikjunum við Svíþjóð í undirbúningi fyrir HM.

„Fyrri leikurinn var mjög góður hjá liðinu en hann hefði mátt vera aðeins lengri hjá mér,“ sagði Elliði léttur við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Zagreb, höfuðborg Króatíu, þar sem riðill og milliriðill Íslands fara fram.

Elliði fékk rautt spjald skömmu eftir að hann kom inn á í fyrri leiknum við Svíþjóð, sem var hans fyrsti leikur sem fyrirliði. Liðin skildu jöfn í fyrri leiknum

...