Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður skrifar um eldana í Los Angeles sem engu eiri. „Ótrúleg vandamál koma upp í slökkvistarfi m.a. vantar vatn á brunahana. LA er ekki landlukt, þess vegna er með ólíkindum að það skuli skorta vatn til slökkvistarfs,“ skrifar hann og nefnir að hamfarahlýnunarfólk hafi hlaupið af stað með loftslagsvána og sagt ástandið af mannavöldum.
Það sé aldrei þessu vant ekki með öllu rangt að loftslagsváin svokallaða eigi sinn þátt í hve illa sé komið: „Ekki vegna hlýnandi veðurs heldur áherslna stjórnvalda í LA og Kaliforníu sem hafa dregið saman fjárframlög til slökkviliðsins, en aukið framlög til „loftslagsmála“.
Í pólitík er alltaf spurning um hvernig er forgangsraðað. Sömu krónunni verður aldrei eytt tvisvar. Þegar náttúruvá ber að höndum, þá er það iðulega svo að stjórnmálamönnum
...