Ég var á milli verkefna í Reims í september síðastliðnum og var á rölti um borgina. Það gekk á með skúrum en veðrið var milt eins og vera ber á þessum tíma árs. Stemningin var hins vegar allt annars eðlis enda uppskerutíminn í hádegisstað
Hið Ljúfa líf
Stefán Einar Stefánsson
ses@mbl.is
Ég var á milli verkefna í Reims í september síðastliðnum og var á rölti um borgina. Það gekk á með skúrum en veðrið var milt eins og vera ber á þessum tíma árs. Stemningin var hins vegar allt annars eðlis enda uppskerutíminn í hádegisstað. Verkefnið íturvaxið, að koma uppskeru í hús svo framleiða mætti 350 milljón flöskur af kampavíni. Allt verður að ganga smurt og menn eru með hugann við það eitt, hversu vel sem ræktunarstarfið hefur gengið um vor og sumar.
Á röltinu rambaði ég inn í eina af allnokkrum frábærum vínbúðum þessarar mögnuðu borgar, steinsnar frá dómkirkjunni, Notre Dame, sögufrægri byggingu þar sem næstum allir konungar Frakklands voru krýndir og smurðir hinni heilögu olíu.
...