” Góð langtímauppbygging vörumerkis eykur líkur á því að fyrirtæki og stofnanir lendi ekki í krísu.
Vörumerki
Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson
Eigandi og ráðgjafi hjá Aton
Orðsporskrísa getur valdið fyrirtækjum og stofnunum verulegum skaða. Í þessum efnum eru skjótvirkar lausnir ofmetnar og þá á kostnað þess sem raunverulega virkar. Þegar fyrirtæki eða stofnun lendir í orðsporskrísu vegna opinberrar umfjöllunar eru alþekktar leiðir til að draga sem mest úr skaða af krísu eða að koma í veg fyrir að krísan dýpki. Oft virka þessi ráð sem plástrar, sem geta gert ástandið bærilegt til skamms tíma, en það eru aðrir þættir sem ráða meiru um hvernig fyrirtæki vegnar í slíkum mótbyr þegar til lengri tíma er litið.
Hvers vegna lendir eitt fyrirtæki í verri krísu en annað?
Augljósa svarið er auðvitað alvarleiki krísunnar og
...