Rauð viðvörun var í gildi fyrir megnið af suðurhluta Kaliforníuríkis í gær þar sem öflugir og hlýir vindar blésu af fjöllum. Var slökkvilið Los Angeles og nágrennis í viðbragðsstöðu vegna vindanna, þar sem óttast var að þeir gætu aftur ýtt undir…
Los Angeles Slökkviliðsmaður fylgist með Auto-eldinum, en slökkviliðið náði að hemja hann í gærmorgun.
Los Angeles Slökkviliðsmaður fylgist með Auto-eldinum, en slökkviliðið náði að hemja hann í gærmorgun. — AFP/Etienne Laurent

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Rauð viðvörun var í gildi fyrir megnið af suðurhluta Kaliforníuríkis í gær þar sem öflugir og hlýir vindar blésu af fjöllum. Var slökkvilið Los Angeles og nágrennis í viðbragðsstöðu vegna vindanna, þar sem óttast var að þeir gætu aftur ýtt undir gróðureldana miklu sem herjað hafa á borgina í rúma viku.

Bandaríska veðurstofan, NWS, sagði í veðurviðvörun sinni að hlutar af Los Angeles- og Ventura-sýslum væru á hættusvæði vegna vindanna, og hvatti NWS fólk á þeim svæðum til þess að vera tilbúið til að flýja heimili sín. Mældi veðurstofan að minnsta kosti eina vindhviðu sem náði 32 m/s um morguninn.

Um 90.000 manns sem flúðu heimili sín í síðustu viku bíða þess nú að fá leyfi til að snúa aftur og sjá hvað stendur eftir af þeim. Fred Busche

...