Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í Zapresic-höllinni í vesturhluta Zagreb, höfuðborgar Króatíu, í gærkvöldi en liðið undirbýr sig nú af krafti fyrir fyrsta leik lokamóts HM gegn Grænhöfðaeyjum annað kvöld.
Allir 17 leikmennirnir sem voru á leikskýrslu í seinni leiknum við Svíþjóð á laugardaginn tóku fullan þátt á æfingunni. Aron Pálmarsson er átjándi leikmaður hópsins en hann missir að öllum líkindum af riðlakeppninni.
Aron var mættur í æfingahöllina í gær en tók því rólega á meðan liðsfélagarnir æfðu. Vonir standa til að Aron verði klár í slaginn þegar milliriðlakeppnin hefst.
Arnar Freyr Arnarsson var í upprunalega hópnum fyrir HM en hann missir af mótinu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri leiknum við Svíþjóð
...