Andrea Róbertsdóttir hefur vakið athygli fyrir öfluga innkomu sem framkvæmdastjóri Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Áður gegndi hún stöðu stjórnanda í fjarskiptum, fjölmiðlum og hefur leitt fyrirtæki og stofnanir í gegnum breytingar svo fátt eitt sé nefnt.
Andreu er margt til lista lagt. Hún hefur til að mynda gert upp mikið af íbúðarhúsnæði og Forlagið gaf út ferðasögu hennar eftir heimkomuna úr bakpokaferðalagi sem hún fór í ein um Asíu.
Hún segir að náttúran, útivera og samvera með sínum nánustu gefi sér mest og myndlist er hennar hleðslutæki og tónlist meðalið.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstri þessi misserin?
Þetta klassíska líkt og hjá öðrum, ófriður og óvissa, verð og vextir, falsfréttir, heilsutengd mál,
...