Jafnræði liðanna í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili sást vel í gærkvöld þegar botnliðin Aþena og Grindavík voru afar nærri því að vinna óvænta sigra gegn Njarðvík og Keflavík í fjórtándu umferð deildarinnar Grindavík mætti til…
Körfuboltinn
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Jafnræði liðanna í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á þessu tímabili sást vel í gærkvöld þegar botnliðin Aþena og Grindavík voru afar nærri því að vinna óvænta sigra gegn Njarðvík og Keflavík í fjórtándu umferð deildarinnar
Grindavík mætti til leiks í Keflavík með nýjan leikmann, Daisha Bradford, sem fór mjög vel af stað en hún skoraði 37 stig og tók 16 fráköst. Keflavík knúði þar fram sigur á lokamínútunum, 88:82, en Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson tóku við þjálfun liðsins í fyrradag. Jasmine Dickey skoraði 37 stig fyrir Keflavík.
Leikur Aþenu og Njarðvíkur í Austurbergi var hnífjafn en Njarðvíkingar knúðu fram sigur með því að skora síðustu fimm stigin og unnu 70:66.
...