Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í gær undir samning til hálfs þriðja árs, til sumarsins 2027, við spænska félagið Madrid CFF sem kaupir hana af Lilleström í Noregi

Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir skrifaði í gær undir samning til hálfs þriðja árs, til sumarsins 2027, við spænska félagið Madrid CFF sem kaupir hana af Lilleström í Noregi. Ásdís lauk læknisskoðun hjá félaginu í gær. Í Madrid verður hún liðsfélagi landsliðskonunnar Hildar Antonsdóttur.

Daninn Bo Henriksen er erlendi þjálfarinn sem KSÍ ræddi við um starf þjálfara karlalandsliðsins í síðustu viku, að sögn danska fjölmiðlsins B.T. Henriksen stýrir liði Mainz í efstu deild Þýskalands en hann lék hér á landi með Fram, Val og ÍBV árin 2005 og 2006 og fór síðan beint í þjálfun í Danmörku í kjölfarið.

Mestar líkur virðist á að Arnar Gunnlaugsson taki við sem þjálfari karlalandsliðsins en ákvörðun um það gæti verið tekin á stjórnarfundi KSÍ í dag. Fótbolti.net sagði í gær

...