Stórsigur Lukas Jörgensen skorar fyrir Dani í leiknum gegn Alsír.
Stórsigur Lukas Jörgensen skorar fyrir Dani í leiknum gegn Alsír. — AFP/Bo Amstrup

Heimsmeistarar Dana og Evrópumeistarar Frakka höfðu mikla yfirburði í fyrstu leikjum sínum á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í gærkvöld.

Danir völtuðu yfir Alsír, 47:22, í Herning þar sem Mathias Gidsel skoraði tíu mörk, Emil Jakobsen átta og Simon Pytlik sjö.

Í sama riðli unnu Ítalir öruggan sigur á Túnis, 32.25, en þetta var fyrsti leikur Ítala í lokakeppni HM í 28 ár, eða síðan í Kumamoto í Japan árið 1997. Allt bendir nú til þess að þeir komist áfram í milliriðil.

Frakkar fóru létt með Katar, 37:19, í Porec í Króatíu þar sem Thibaut Briet skoraði sjö mörk fyrir franska liðið og Aymeric Minne fimm.

Austurríki vann Kúveit mjög örugglega, 37:26, í sama riðli og ljóst er að Austurríki fer áfram en Katar og Kúveit munu slást um þriðja sætið

...