Skattadagur Viðskiptaráðs og Deloitte var haldinn í Silfurbergi í Hörpu í gær. Meðal fyrirlesara var Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins. Erindið sem Ingvar hélt bar yfirskriftina…
Skattadagur Viðskiptaráðs og Deloitte var haldinn í Silfurbergi í Hörpu í gær. Meðal fyrirlesara var Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Nox Medical og formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins.
Erindið sem Ingvar hélt bar yfirskriftina Verðmætasköpun með hugvitið að vopni og fjallaði um hvernig stjórnvöld geti byggt upp stefnu sem ýtir undir verðmætasköpun á sviði hugverkaiðnaðar. Hann fór meðal annars yfir sögu hugverkaiðnaðarins á Íslandi og samkeppnisumhverfi Nox Medical, og hvatti stjórnvöld til að marka skýra stefnu til að efla hugverkaiðnaðinn.
Þverpólitískur vilji til staðar
Ingvar segir í samtali við ViðskiptaMoggann að mikilvægt sé að stjórnvöld beiti áfram ívilnunum í skattkerfinu til að hvetja fyrirtæki til að fjárfesta í rannsóknum og
...