Karlalandsliðið í handknattleik leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir heimsmeistaramótið sem hófst í gær. Fyrsti leikur Íslands er annað kvöld klukkan 19.30 þegar liðið mætir Grænhöfðaeyjum í Zagreb, höfuðborg Króatíu. Á myndinni reyna Elliði Snær Viðarsson, Ýmir Örn Gíslason og Einar Þorsteinn Ólafsson ásamt Viktori Gísla Hallgrímssyni markverði að verjast Janusi Daða Smárasyni. » 22-23