Botnlaus stjórnviska og sanngirni borgarstjórnar í bílastæðamálum er til umfjöllunar í þessari grein.
Einkastæði franska sendiráðsins á gjaldskylda bílastæðinu við Landakot.
Einkastæði franska sendiráðsins á gjaldskylda bílastæðinu við Landakot.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það leikur enginn vafi á að borgarstjórn Reykjavíkur er sérstaklega umhugað um jöfnuð og sanngirni. Þess vegna ákvað hún að breyta neðri hluta Garðastrætis í rauða götu, P1, sem þýðir að einungis má leggja þar í þrjá tíma í senn frá 9-21, alla daga vikunnar, gegn afar vægu gjaldi, 600 krónum á klukkustund. Og eins og allir ættu að vita þá gilda íbúakort ekki í rauðum götum. Það er sérstaklega ánægjulegt vegna þess að þá fá íbúarnir tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn þegar þeir leita að bílastæðum í Öldugötu, Bárugötu, Ránargötu og víðar þar sem íbúakortin gilda enn. Það er vitaskuld bara tímaspursmál hvenær borgarstjórn breytir þeim í rauðar götur því það er jú nauðsynlegt að gera þeim sem eiga erindi í miðbæinn kleift að leggja bílum sínum í íbúagötum Vesturbæjar.

Það er alls ekki svo að borgarstjórn sé að smjaðra fyrir útlendingum og hóteleigendum þegar hún hindrar íbúa og eigendur húsa

...